Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 6. 2014 | 16:00

Evrópu&Sólskinstúrinn: Luke Donald efstur fyrir lokahringinn – Hápunktar 3. dags

Luke Donald er efstur á Nedbank Golf Challenge (NGC) eftir 3. hring.

Donald er samtals búinn að spila á 13 undir pari, 203 höggum (71 63 69).

Á hæla Luke er landi hans, Danny Willett aðeins 1 höggi á eftir á samtals 12 undir pari, 204 höggum (71 68 65).

Í 3. sæti fyrir lokahringinn er Ross Fisher á samtals 10 undir pari og í 4. sæti er Marcel Siem á samtals 5 undir pari.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Nedbank Golf Challenge SMELLIÐ HÉR: