Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2014 | 09:45

Evrópu&Sólskinstúrinn: Marcel Siem með örn á 17. á 1. hring NGC – Myndskeið

Þjóðverjinn Marcel Siem átti stórglæsilegt högg á 17. braut á 1. hring Nedbank Golf Challenge, sem er fyrsta mótið á nýju keppnistímabili 2014-2015 á Evrópumótaröðinni.

Sautjánda brautin er par-4 og Siem fékk örn á brautina.

Í verðlaun fyrir glæsihögg sitt hlaut Siem Volvo V40 T5 bifreið, sem hann sagði að hring loknum ætla að gefa móður sinni.

Til þess að sjá glæsiörn Siem SMELLIÐ HÉR: