Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 5. 2014 | 09:00

PGA: Spieth efstur – Tiger neðstur e. 1. dag Hero World Challenge

Fylgst var í mikilli spennu hvernig Tiger Woods myndi spila eftir 4 mánaða fjarveru, þar sem hann var að jafna sig eftir bakuppskurð á Hero World Challenge góðgerðarmóti Tiger.

Tiger olli mörgum aðdáanda sínum vonbrigðum en hann lék á 5 yfir pari, 77 höggum og er langneðstur af þeim 18 sem þátt taka í þessu góðgerðarmóti hans.

Á þessum fyrsta keppnishring sínum fékk Tiger aðeins 1 fugl, 4 fugla og 1 skramba og 5 yfir pari staðreynd!!!

„Þetta var skrítið,“ sagði Tiger eftir hringinn. „Stutta spilið mitt var hræðilegt. Mér tókst ekkert.“

„Þetta var bara einn af þesusm dögum þar sem ekkert féll með mér,“ bætti Tiger síðan við.  „Ég sló mikið af góðum höggum, en fékk ekkert út úr þeim, augljóslega.  Þetta voru slæm vipp, slæm pútt og nokkur högg sem ég missti á fyrri 9, á öfugan helming sem bætti við vandræðin.  Ég  chippaði hræðilega.  Það kom virkilega á óvart að ég gæti slegið svona slæm chipp. Ég „flubbaði“ þau bara.“

Allt í allt olli endurkoma Tiger vonbrigðum.  E.t.v. er við þessu að búast eftir að hann hefir verið frá keppni svo lengi – en það var ekki snefill af gömlum meistara- töktum þessara gömlu kempu.

Þess mætti geta að margar stórstjörnurnar voru ekkert að spila neitt sérlega vel, t.a.m. Keegan Bradley og meistari Opna bandaríska Justin Rose, sem léku á sléttu pari og deila 14. sætinu, en að venju beindist öll athyglin að Tiger.

Jafnvel svo að sá sem er í 1. sæti eftir 1. dag Jordan Spieth féll  í skuggann.  Spieth, 20 ára, sem næstum er helmingi yngri en Tiger,  lék á 6 undir pari, 66 höggum þ.e. 11 höggum betur en Tiger.

Til þess að sjá stöðuna á Nedbank Golf Challenge eftir 1. dag SMELLIÐ HÉR: