GK: Daði Janusson býður sig fram í stjórn Keilis
Á heimasíðu Golfklúbbsins Keilis má lesa um framboð Daða Janussonar til stjórnar Keilis.
Hér fer framboðsgrein Daða:
„Kæru félagar
Daði Janusson heiti ég og býð mig fram í stjórn Keilis. Ég fékk mitt fyrsta golfsett fyrir 10 árum síðan og fljótlega eftir það hóf ég að sækja golftíma hjá Keili. Ég er algerlega helbitinn golfari í dag og hef mikinn áhuga á íþróttinni og öllu sem henni tengist. Mig langar að virkja þennan áhuga enn frekar og starfa í þágu Keilis.
Golfklúbburinn Keilir stendur á tímamótum. Tekist hefur að sigla í gegnum ólgusjó hrunsins og á stjórn klúbbins undanfarin ár mikið lof skilið fyrir þann árangur. Framundan eru spennandi tímar á mörgum vígstöðvum og ber þar helst að nefna breytingar á skipulagi Hvaleyrarvallar. En það bíða einnig ýmsar áskoranir í rekstri klúbbins, líkt og í öllum rekstri. Þessum spennandi tímum og áskorunum sem framundan eru langar mig að vera hluti af.
Ég er verkfræðingur að mennt, en ég lauk meistaranámi í framleiðsluverkfræði og stjórnun frá KTH háskóla í Stokkhólmi, Svíþjóð, vorið 2011. Eftir námið stofnaði ég og rak eigið fyrirtæki ásamt vini mínum og Keilisfélaga Daníeli Rúnarssyni. Þetta fyrirtæki, Kasmír sf., er enn starfandi í dag. Í dag er ég hins vegar í fullu starfi hjá Beringer Finance, en félagið sinnir fjármálaráðgjöf.
Ég er fæddur í Köln, Þýskalandi, og uppalinn á Álftanesi en bý nú á Arnarhrauninu hér í Hafnarfirði. Sambýliskona mín heitir Guðríður Steingrímsdóttir og eigum við von á okkar fyrsta barni núna í febrúar.
Kæru Keilisfélagar, framtíðin er björt. Ég hvet ykkur til að mæta á aðalfund klúbbsins, þriðjudaginn 9. desember, og taka þannig beinan þátt í því góða starfi sem hér er unnið. Mig langar einnig að biðja ykkur um að veita mér ykkar atkvæði og umboð til að starfa í þágu klúbbsins í stjórn hans.
Kærar þakkir,
Daði Janusson
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
