Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 4. 2014 | 07:00

Dýr á golfvöllum: Myndskeið af dýrum á PGA Tour mótum

Dýr á golfvöllum hafa oft verið til umfjöllunar hér á Golf 1….

enda rekast kylfingar á margskonar dýr á golfvöllum út um allan heim við iðkun uppáhaldsíþróttarinnar.

Hér fer skemmtilegt myndskeið af 10 frægum og ekki svo frægum tilvikum þar sem dýr hafa tafið mótshald á PGA Tour.

Gaman að sjá t.a.m. þegar skjaldbakan pissar á kylfusveininn þegar hann ber skjaldbökuna af flöt, myndirnar af skjaldbökunni sem stingur sér til sunds til þess að fara af golfvelli eða þegar bíflugnasvarmur gerir árás og svo fræga 1998 mávauppákoman á 17. flöt TPC Sawgrass o.fl.

Hér er skjaldbaka ein að stinga sér til sunds til þess að komast af golfvellinum!

Til þess að sjá myndskeiðið  SMELLIÐ HÉR: