Ragnheiður Jónsdóttir | desember. 3. 2014 | 14:00

Nýju strákarnir á Evróputúrnum 2015: Pelle Edberg (7/27)

Það voru 27 „nýir“ strákar sem hlutu keppnisrétt á Evrópumótaröðinni eftir lokaúrtökumótið í Girona, 20. nóvember s.l.

Sá sem varð í 21. sæti var sænski kylfingurinn Pelle Edberg.

Per Oscar „Pelle“ Edberg fæddis 13. apríl 1979 í Jonköping, í Svíþjóð og er því 35 ára.

Hann gerðist atvinnumaður í golfi árið  1997 og eftir  nokkrar misheppnaðar tilraunir á Q-school Evrópumótaraðarinnar vann hann sér inn kortið sitt fyrir keppnistímabilið 2004, eftir að hafa spilað mestallt árið á Áskorendamótaröðinni.

Pelle hefir sigrað 4 sinnum á Nordic Golf League, tvívegis 2003, og einu sinni árin 2004 og 2006.

Edberg náði ekki að halda korti sínu á Evrópumótaröðinni eftir nýliðaár sitt og eftir ár takmarkaðra spilaréttinda á mótaröðinni árið 2006, vann hann sér aftur kortið sitt fyrir keppnistímabilið 2007.  Árið 2007 varð Edberg í 12. sæti á Opna breska og var með 3 topp 10 árangra þ.a.m. T-3 árangur á Smurfit European Open og hann lauk árinu í 51. sæti á peningalista Evrópumótaraðarinnar.

Árið 2008 hélt Edberg áfram að spila stöðugt og lauk keppni í 85. sæti á peningalistanum og varð T-2 á SAS Masters, sem er besti árangur hans til þess að Evrópumótaröðinni.

Nú er Edberg aftur kominn með kortið sitt á Evrópumótaröðina 2015!  Þess mætti loks geta að allt í poka Pelle Edberg er frá Mizuno.