Tiger sást síðast haltra af golfvelli eins og 80 ára bakveikur karl …. en nú er hann kominn aftur
Einmitt þegar þið hélduð að það væri kominn tími á að líta yfir farinn veg á þessu síðasta golftímabili þá kemur hér ein frétt með fyrirsögn sem er ekki bara sérstök í sjálfu sér heldur hefir einnig áhrif fyrir komandi ár …. 2015.
Í Isleworth, Flórída í þessari viku – já það er staðurinn þar sem hann bjó og lenti á árekstri fyrir 5 árum þegar líf hans breyttist óumbreytanlega – við erum að sjá nýjasta „comeback“ Tiger Woods.
Þessi endurkoma Tiger er nokkuð sem fylgst verður náið með því það segir e.t.v. fyrir um hver keppnisgeta hans á æðsta stigi golfsins er í dag.
Endurkomur Tiger á undanförnum árum hafa í flestum tilvikum verið endurkomur hans eftir veikindi t.a.m. 2009 en síðan eitt á The Masters 2010, en þá var hann að snúa aftur til keppni eftir framhjáhöld sín og fríið langa sem hann tók sér eftir að upp komst um þau og hjónaband hans og Elínar Nordegren leið undir lok.
Á þeim tíma fannst manni að Tiger myndi svo sannarlega snúa aftur á toppinn, sem hann og gerði. En í þetta skipti eru þeir sem eru í vafa fleiri.
Síðast þegar sást til Tiger gat hann varla slegið högg án þess að æpa af sársauka. Á Bridgestone Invitational í ágúst, þá skreið besti kylfingur allra tíma inn í golfbíl sinn með sama liðleika og áttræður maður. Og í vikunni þar á eftir sáum við sárþjáðan Tiger haltra af golfvelli á PGA Championship og hann tók sér frí til þess að koma aftur skikki á heilsu sína.
Nú aðeins nokkrum dögum fyrir 39 ára afmælisdag hans, snýr Tiger aftur! Og golffréttirnar eru nú uppfullar af fréttum af honum, því enn sem komið er, er Tiger sá sem alltaf veldur mestri forvitni …. sama hvað hann gerir.


Mun Tiger hafa einhverja þýðingu á komandi þróun fyrir utan þann hefðbunda áhuga sem menn hafa á honum vegna fornrar frægðar og vegna þess að þar sem Tiger fer, fer einn besti íþróttamaður allra tíma.
Vonum að við sjáum a.m.k. eitt eða tvennt jákvætt í leik Tiger í þessari viku.
Hér er vert að minnast orða Tiger í sjónvarpsþætti sem þeir Rory mættu í, í ágúst s.l. Þar sagði Tiger með blik í augum við Rory: „Ég ætla ekki að láta þig vinna græna jakkann á næsta ári,“ en á næsta Masters móti reynir Rory að verða sá yngsti til þess að ná Career Grand Slam (þ.e. að hafa sigrað í öllum 4 risamótunum á ferli sínum).
Sjáum hvað setur en fram í apríl eru enn rúmir 4 mánuðir!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
