Foley segir Tiger ekki nískan á þjórfé
Golf 1 birti s.s. margir golffréttamiðlar fréttir af skálduðu viðtali hins 85 ára golffréttaritara Dan Jenkins, við Tiger, sem Tiger Woods sárnaði mjög.
Sjá m.a. með því að SMELLA HÉR: og með því að SMELLA HÉR:
Málið er að Tiger hefir aldrei veitt Jenkins viðtal við sig og þetta var eins og Jenkins væri að vekja athygli á þessu og fannst mörgum Tiger bregðast of viðkvæmnislega við.
Eitt af því sem Tiger var hvað viðkvæmastur fyrir var að Jenkins velti sér upp úr þeim þrautseiga orðróm að Tiger væri lélegur að veita þeim sem þjónusta hann þjórfé m.ö.o. tips.
Nú hefir fyrrum sveifluþjálfari Tiger til 4 ára, Sean Foley snúist honum til varnar .
“It’s just more bulls—,” sagði Foley lauslega þýtt: „Þetta er bara meira kjaftæði“ sagði Foley sem sagt í viðtali við Rick Young á ScoreGolf.com. „Ég hef séð hann veita kylfuberum í golfklúbbum sem starfað hafa fyrir hann $ 400 (u.þ.b. 50.000 íslenskar krónur) þannig að ég veit ekki hvaðan (þessi orðrómur) kemur.
„Í alvöru, er verið að velta sér upp úr að hann gefi ekki þjórfé?“ sagði Foley. „Hvernig stendur á því að (Jenkins) minnist ekki á að Tiger aflaði $300 milljóna ( þ.e. u.þ.b. 36 milljarða íslenskra króna) í gegnum góðgerðarsjóð sinn fyrir þurfandi börn. Tiger er holdgervingur hins tvíeggja sverðs. Allt frábært sem hann gerir fær enga umfjöllun. Allt sem hann gerir ekki er básúnað út um allt. Getið þið ímyndað ykkur hvað uppsteit það hefði valdið ef það hefði verið hann en ekki Phil Mickelson sem tók Tom Watson fyrir (eftir Ryder bikars tap liðs Bandaríkjanna)?
Foley said in an interview with Rick Young of ScoreGolf.com. “I’ve seen him tip caddies at local clubs $400 so I don’t know where that comes from.
“Seriously, saying he doesn’t tip? How come (Jenkins) doesn’t mention Tiger raising $300 million for kids? Tiger is the epitome of the double-edged sword. Anything he does great doesn’t get mentioned. Anything he doesn’t it’s all over the place. Can you even imagine what the fallout would be if it was him and not (Phil) Mickelson who called out Tom Watson at the Ryder Cup?”
Foley gekk jafnvel lengra hann sagði að þetta skáldaða viðtal Golf Digest hefði „engan klassa.“
„Ég las mikið af Dan Jenkins greinum,“ sagði Foley „Hann er brillíant penni og í frægðarhöllinni, en kannski það sé tími fyrir hann að snúa sér að einhverju öðru. Hefði hann gert svo 2010 hefði það verið betra en í lok árs 2014. Það er augljóst öllum að Tiger hefir aldrei gefið honum viðtal og allir í golfsögunni á undan honum hafa veitt honum slík viðtöl. Þetta er val Tiger. Þetta virtist vera persónulegt. Jenkins skrifar fallega, er goðsögn í sinni grein en hvað er gott við þetta skáldaða viðtal? Ég meina hver er tilgangur þess?
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
