Lindsey Vonn hefir aðeins sigrað Tiger 1 sinni í borðtennis
Líkt og allir vita hafa Tiger Woods (bakmeiðsli) og kærasta hans, skíðadrottningin Lindsey Vonn (hnémeiðsli) bæði verið frá keppnisgreinum sínum vegna meiðsla sem hvort um sig hefir glímt við.
Í viðtali við CNN – Sjá með því að SMELLA HÉR _ sagði Vonn m.a. að þau tvö hefðu hvatt hvort annað á leið þeirra að bata.
„Tiger og ég höfum bæði verið í endurhæfingu með meiðsl okkar á svipuðum tíma, þannig að við vorum bæði í ræktinni á sama tíma og píndum hver annað og hvöttum áfram, en bæði vorum við oft ansi pirruð,“ sagði Lindsey.
„Ég held að við höfum hjálpað hvort öðru mikið í gegnum þennan tíma og ég hlaut mikinn innblástur frá honum og ég held að hann hafi hlotið það sama hjá mér.“
„Við ýtum hvert við öðru og þetta er virkilega jákvætt samband að þessu leyti.“
Tiger snýr aftur til keppnisgolfs í þessari viku, en hann tekur þátt í Hero World Challenge í Orlando. Tiger hefir ekki sést á golfvellli frá því að hann komst ekki í gegnum niðurskurð á PGA Championship risamótinu í ágúst s.l. Hann gekkst eins og allir vita undir bakuppskurð í mars og hann meiddi sig aftur á Firestone. Tiger sagði að meiðslin þar væru ekki sama eðlis og þau sem hann þurfti að gangast undir bakuppskurð með.
Lindsey Vonn snýr aftur í skíðabrekkurnar í Alberta n.k. föstudag.
Víðfrægt er að til þess að slaka á í liðakeppnum s.s. Rydernum eru allir topp-kylfingarnir í borðtennis. Tiger er þar engin undantekning. Í allri endurhæfingunni og bataferlinu hafa þau skötuhjú Tiger og Lindsey keppt mikið í borðtennis. Um það sagði Lindsey í viðtalinu:
„Því miður á hann (Tiger) vinninginn í borðtennisnum. Ég hef aðeins unnið hann einu sinni samanborið við ég veit ekki hversu mörg hundruð skipti sem hann hefir unnið mig!“
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024

