Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 30. 2014 | 11:30

Spieth sigraði á Australian Open

Það var Jordan Spieth sem stóð uppi sem sigurvegari á Australian Open.

Nr. 14 á heimslistanum (Spieth) lék samtals á 13 undir pari, 271 höggi (67 72 69 63)

Það var einkum stórglæsilegur lokahringur Spieth upp á 63 högg sem innsiglaði sigurinn, en á hringnum fékk Spieth 8 fugla og skilaði hreinu skollalausu skorkorti!

Ástralinn Rod Pampling varð í 2. sæti 6 höggum á eftir Spieth.

Nr. 3 á heimslistanum, Adam Scott varð í 5. sæti og nr. 1 Rory McIlroy náði sér aldrei á strik í mótinu, lauk keppni T-15 á samtals 2 yfir pari.

Til þess að sjá lokastöðun á Australian Open SMELLIÐ HÉR: