Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 26. 2014 | 04:00

Suzy Whaley fyrsta konan í stjórn PGA of America

Suzy Whaley er fyrsta konan til að taka sæti í stjórn PGA of America.

Hún tók þátt í PGA móti 2003 og var s.l. helgi kjörin ritari í stjórn PGA of America.

Ef allt fer skv. hefð verður Whaley fyrsti kvenforseti PGA of America að 4 árum liðnum, en venjan er að ritari verði varaforseti að liðnum 2 árum og síðan forseti að liðnum öðrum 2 árum.

Suzy Whaley var atvinnumaður í golfi og hefir rekið eigin golfskóla í Conneticut undanfarin 12 ár.

„Það er frábært að hafa konu í forystuhlutverki á landsvísu vegna þess að ég tel að það opni dyrnar fyrir konur í aðrar stjórnunarstöður,“ sagði nýr forseti PGA of America, Dennis Sprague, sem settur var formlega í embætti s.l. helgi, en hann hafði reyndar de facto tekið við stöðunni eftir frávikningu Ted Bishop í síðasta mánuði eftir að sá hafði m.a. talað niður til og á ósæmandi hátt við Ian Poulter.

„Þetta getur aðeins hvatt aðrar konur til þess að taka við stjórnunarstöðum,“ sagði Sprague.

Sjá má ágætis grein um kjör Whaley í The Desert Sun – Sjá með því að SMELLA HÉR: