GG: Aðventumót nr. 1 n.k. laugardag
Golfklúbbur Grindavíkur ætlar að halda áfram mótahaldi og næstkomandi laugardag, 29. nóvember 2014, fer fram fyrsta aðventumót klúbbsins þegar aðeins rétt rúmar fjórar vikur eru til jóla. Flatir Húsatóftavallar eru í ótrúlega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að komið sé fram í lok nóvember. Við höfum fengið ótrúlega góð viðbrögð við mótahaldi klúbbsins á síðustu vikum og svörum því kallinu og höldum áfram.
Fyrsta aðventumót Golfklúbbs Grindavíkur fer fram 29. nóvember á Húsatóftavelli. Veitt verða verðlaun fyrir þrjú efstu sætin í punktakeppni og einnig fyrir besta skor í höggleik*. Nándarverðlaun á 7. og 18. braut. Þátttökugjald 3.500 kr.- og verður kaffi í boði hússins í skála. Bjór og súpa á sérstöku tilboði í klúbbhúsi.
Ræst verður út frá kl. 10:10 – 11:50. Ræst verður út á tveimur teigum og haldi kylfingar góðum leikhraða ættu allir kylfingar að ná að ljúka leik áður en myrkur skellur á um kl. 16:00. Við biðjum því kylfinga að leika „Ready Golf“ og halda uppi góðum leikhraða. Það er einfaldlega miklu skemmtilegra að leika hratt og gott golf.
Skráning er hafin á golf.is og með því að senda tölvupóst á gggolf@gggolf.is. Verðlaun verða kynnt nánar síðar.
Mótanefnd GG áskilur sér rétt til að fresta eða færa mót yfir á sunnudag verði veðurskilyrði ekki góð.
*Ekki er hægt að vinna til verðlauna í bæði höggleik og punktakeppni.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
