Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 25. 2014 | 18:00

Donald, Poulter, Rose og Westwood gestgjafar á nýju móti – British Masters

Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, er gestgjafi í Opna írska sem fram fer á næsta ári; Tiger Woods snýr aftur til keppnisgolfs í næstu viku…. í eigið mót, þar sem hann er gestgjafi.  Paul Lawrie er að byrja með sitt eigið mót, þar sem hann er gestgjafi þ.e. Saltire Energy Match Play tournament í heimabæ sínum Aberdeen, Skotlandi í júlí á næsta ári. Daninn Thomas Bjorn er maðurinn bakvið sitt eigið mót heima í Danmörku og nú munu helstu kylfingar Englands einnig gegna hlutverki gestgjafa í móti.

Þau gleðitíðindi bárust að í október á næsta ári muni British Masters verða haldið í fyrsta sinn frá árinu 2008 og munu þeir Ian Poulter, Luke Donald, Lee Westwood og Justin Rose skiptast á að vera gestgjafar í mótinu.

Justin Rose og Ian Poulter

Justin Rose og Ian Poulter eftir sigurinn á því móti sem nefnt hefir verið kraftaverkið í Medinah

Ian Poulter mun fyrstur gegna hlutverki gestgjafa á næsta ári og fer mótið fram á þeim velli sem Poulter hefir hvað lengst verið tengdur – Woburn.

„Ég get ekki beðið“ sagði Poulter í viðtali við Sportsmail. „Það er allt of langt síðan að Woburn hefir verið mótsstaður.“   

„Ef maður lítur á söguna hér, þar sem kappar á borð við  Seve (Ballesteros), (Nick) Faldo og Woosie (Ian Woosnam), hafa sigrað á þá á þessi völlur skilið að vera með Evrópumót aftur.

„Hann (völlurinn) hefir verið í frábæru ástandi s.l. nokkur ár.  Þetta mun verða frábær vika og augljóslega er ég afar stoltur.“

Luke Donald var alveg eins ákafur. „Við höfum verið að tala um það svo lengi að halda ætti mót á Englandi svo lengi og það er frábært að svo líti út fyrir að það muni nú loks gerast,“ sagði hann. 

Er einhver ákveðinn völlur á Englandi, sem Donald myndi vilja á mót á Evrópumótaröðinni færi fram á?

„Ég held ég verði að koma aftur til Englands og spila nokkra velli eins og Walton Heath og Woburn og sjá hver hentar mér,“ sagði Donald, 36 ára, sem býr í Chicago, brosandi. 

The British Masters fór síðast fram í Woburn in 2002, þegar Rose heygði eftirminnilegt einvígi við Poulter. 

Síðan þá er Rose orðinn risamótssigurvegari (sá eini af þeim 4) Poulter er orðinn Ryder goðsögn og báðir Westwood og Donald hafa verið nr. 1 á heimslistanum.

Nú bætist við frábært endurlífgað mót, til að vera minnisvarði um þeirra miklu afrek innan golfíþróttarinnar.

Spennandi að Englandi skuli aftur vera orðinn mótsstaður á Evrópumótaröðinni!!