Af hverju tilraun Tiger Woods með nýjan sveifluþjálfara gæti verið skelfileg
Kyle Porter, golffréttaritari CBS Sports skrifaði eftirfarandi grein, sem ber heitið: „Why Tiger Woods’ experiment with a new coach might be a disaster.“
Hér fer greinin í lauslegri þýðingu:
„Það er ekkert leyndarmál að Tiger Woods er eins mikill nörd og þeir gerast í atvinnugolfi þegar kemur að því að kryfja sveifluna.
Partur af mér elskar þetta – mér líkar að læra um hluti af fólki sem er klárari en ég – en hluti af mér deyr svolítið innra með mér í hvert skipti sem Tiger brýtur sjálfan sig niður til þess að sigra á mótum.
Eins og sagði í Business Insider SMELLIÐ HÉR: á þetta að öllum líkindum aðeins eftir að versna.
Nýi sveifluþjálfari Tiger, Chris Como – sjá um hann með því að SMELLA HÉR: , skrifaði eitt sinn ritgerð – sjá með því að SMELLA HÉR: sem bar heitið: „Assessment of planarity of the golf swing based on the functional swing plane of the clubhead and motion planes of the body points“ þannig að ég get ekki ímyndað mér að hann sé mikið fyrir að láta íþróttamenn vera íþróttamenn.
Ég get ekki beðið eftir að sjá þessa fyrstu „planarity of the golf swing“ línu hjá Tiger, á blaðamannafundi á næsta ári. Reyndar mun það að öllum líkindum vera „explosiveness of the planarity of the golf swing.“
Það hlægja þó ekki allir að þessu. Í viðtali við New York Daily News segir einn mjög svo reyndur kylfusveinn að þetta geti allt farið illa – Sjá með því að SMELLA HÉR:
„Como, sagði að kylfusveinninn, væri miklu verri en Foley, allt of tæknilegur. Þessi náungi mun reyna að fá Tiger til þess að fá púttþjálfara, tölfræðigúru, náunga sem les flatirnar fyrir hann o.s.frv. Þetta er versta val hans nokkru sinni. Hann getur snúið náunga úr því að vera íþróttamaður í það að vera golfnörd.“
„Foley“ er Sean Foley — sveifluþjálfari Tiger sl. ár. The Náunginn sem byrjaði að hlaupa berfættur vegna þess að hann var svo djúpt sokkinn í bíótæknilega kanínuholu.
Þessi hugmynd að Como komi skriði á hlutina er ekki skoðun sem tekið er undir af öllum.
Brad Faxon, t.a.m. telur að Como muni fara aftur með Tiger „í gömlu hlutina“ sem ég held, að við getum öll verið sammála um að myndi vera best fyrir hann sem þróunar hans sem kylfings.
„Chris mun þurfa að vinna vinnuna sína undir smásjá allra,“ sagði Faxon. „Þetta verður stórt próf, en ég veit hversu góður hann er og ég held að hann muni geta sagt við Tiger: „Þér hefir allt verið gefið nú þegar; þetta er þegar til staðar. Við skulum ekki vera að enduruppfinna hlutina. Förum aftur í gömlu hlutina.“
Aðrir telja að Como sé opinn fyrir að læra og sé ekki njörvaður niður við eina hugsun.
„Hann er svo klár, en það sem er enn mikilvægara hann er alltaf að leita að nýjum leiðum,“ sagði golfþjálfari USC. „Hann tekur aldrei neinu sem gefnu, sem hann hefir lesið eða heyrt. Það er ástæðan fyrir að hann er þar sem hann er.“
„Þar sem hann er“ er nú sú staða golfkennara sem mest er fylgst með hér í heimi. Fyrir Hank Haney og Butch Harmon var það frábært vegna þess að Tiger var að sigra á risamótum. Fyrir Sean Foley, ekki svo mjög.
Áskorun Como er sú að reisa Tiger við til fyrri hátinda. Það er ekki nein pressa á honum eða hvað?
Tvennt stóð upp úr hjá mér við þessa ráðningu og það tengist:
1. Como, sem er 37 ára er yngri en Tiger.
2. Tiger notaði orðið „ráðgjafi“ þegar hann talaði um Como og Notah Begay (sem kynnti þá) talaði um að þeir væru í „symbíótísku sambandi.“
Vonandi þýðir þetta að Tiger muni taka meira ábyrgð á því sem hann er sem kylfingur í staðinn fyrir að koma þessu yfir á þjálfarann sinn.
Það þýðir ekki að Woods hafi ekki alltaf tekið ábyrgð á afrekum sínum (eða skorti á þeim) — það hefir hann gert.
Það er bara að Tiger er besti kylfingurinn í sögu íþróttarinnar — í raun er enginn annar sem veit hvernig það er að spila golf eins og hann gerir — og því er það viturt af honum að varða sinn eiginn veg í stað þess að halla sér svo þunglega á einvhern annan.
Þetta er sambærilegt og ef LeBron James myndi ráða einhvern til þess að kenna sér hvernig eigi að spila körfubolta.
Woods (og James) þurfa enn á leiðbeiningum en hugsið meira um það sem svo að það sé einhver sem sé að sýna hvert maður sé að reyna að fara á landakorti fremur en að keyra hann þangað sjálfur.
Vonandi er það, það sem „ráðgjafi“ þýðir.
Auðvitað þegar maður er að þvinga líkamann í högg eins og þessi hér að neðan þá myndi ekkert hjálpa ef Harvey Penick sjálfur stæði við hliðina á manni það myndi ekki gagnast neitt.

Þetta ætti að vera skemmtilegt og heillandi, ef ekkert annað þegar Tiger snýr sér aftur að keppnisgolfi í næstu viku!!! […]
Woods mun eiga frábært keppnistímabil ef hann er frískur vegna þess að hann hefir svotil alltaf átt þau en munurinn milli „frábærs keppnistímabils“ og „Tiger tímabils“ gæti verið í brothættum höndum 37 ára náunga frá Plano Texas sem m.a. hefir undanfarið verið að fást við eftirfarandi:
Vonum að lendingin sé mjúk!!!
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
