Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 24. 2014 | 06:00

LPGA: Lydia Ko vann CME Group Tour Championship í bráðabana – hlaut $1 milljón í Race to the CME Globe – Lewis leikmaður ársins og hlaut Vare Trophy!!!

Lydia Ko paraði 4. holu bráðabanans í gær og vann þar með Solheim Cup stjörnuna spænsku, Carlotu Ciganda og sigraði CME Group Tour Championship.

Ko með báða verðlaunagripina - fyrir sigur í CME Tour Championship og Race to CME hnöttinn

Ko með báða verðlaunagripina – fyrir sigur í CME Group Tour Championship og Race to CME hnöttinn

Ko var á 4 undir pari, 68 höggum á lokahringnum í  Tiburon Golf Club í  The Ritz-Carlton Golf Resort og var efst og jöfn þeim Carlotu Ciganda og Julietu Granada frá Paraguay á samtals 10 undir pari, 278 höggum.  Það varð því að koma til bráðabana milli þeirra þriggja og Granada féll út strax á 2. holu þegar hún fékk skolla.

Þetta var enn einn sigur hjá Ko á alveg ótrúlegu nýliðaári hennar á LPGA.  Þetta er 5. sigur á ferli hinnar 17 ára Ko og þriðji sigur hennar á þessu keppnistímabili LPGA.  Með þessum sigri vann Ko líka CME Globe titilinn en honum fylgir mjög efirsóttur $1 milljóna pottur.

„Ég virkilega hugsaði ekkert um þetta,“ sagði Ko eftir sigurinn á the Race to the CME Globe. „Jafnvel þegar ég spilaði þarna úti í dag (þ.e. í gær) þá setti ég mér bara það markmið að ná eins mörgum fuglum og hægt væri og skemmta mér.“

Ciganda, sem var í efsta sæti ásamt Granada í hálfleik var á 2 undir pari 70 höggum á lokahringnum og Granada sem leiddi alla 3 fyrstu mótsdagana var á 1 undir pari, 71 höggi, lokahringinn.

Bandaríski kylfingurinn Morgan Pressel var næst þremenningunum en hún spilaði á samtals 8 undir pari, 280 höggum og var á 72 höggum lokahringinn í gær (sunnudag).

Sigurvegari U.S. Women’s Open risamótsins í ár Michelle Wie (70) og Sandra Gal (72) deildu 5. sætinu.

Stacy Lewis

Stacy Lewis

Nr. 2 á Rolex-heimslistanum Stacy Lewis (71) lauk keppni jöfn öðrum í 9. sæti á samtals 4 undir pari, 284 höggum, en hún varð líka í 2. sæti í  Race to the CME Globe. Lewis var jafnframt valin leikmaður ársins á LPGA, hlaut Vare Trophy og var efst á peningalistanum.  Vare Trophy er veittur þeirri sem er með lægsta meðaltalsskorið á LPGA á keppnistímabili.

Allar 4 holur bráðabanans á CME Group Tour Championship voru leiknar á par-4 18. holunni.

Allar voru á braut á fyrstu holu bráðabanans.  Granada sló aðhögg sitt hægra megin við flötina og Ko gerði það sama en var aðeins nær.  Ciganda var heldur stutt en náði sér á strik og náði að skrambla fyrir pari. Granada og Ko tvípúttuðu og voru því báðar einnig á pari og þurfti að spila holuna í 2. sinn.

Allar voru aftur á braut.  Granada var heldur löng í aðhöggi sínu og boltinn rúllaði af flötinni að aftan, meðan báðar Ko og Ciganda voru á flöt.  Granada púttaði utan flatar og var allt of stutt og báðar Ciganda og Ko misstu fugla sína. Granada missti síðan par-pútt sitt meðan báðar Ciganda og Ko settu niður par-púttin sín og Granada því úr leik.

Það leit út fyrir að Ciganda myndi ganga af flöt með titilinn á 3. holu bráðabanans þegar aðhögg hennar var u.þ.b. 2 metra frá holu og Ko var aftur vel til hægri á flötinni aftur. Ko tvípúttaði fyrir pari og Ciganda missti fuglapúttið sitt til hægri og aftur urðu þær stöllur að fara á 18. teig og spila holuna í 4. sinn.

Ko gerði sömu hluti og áður sló hægra megin við holuna.  Aðhögg Ciganda misheppnaðist var of stutt og bolti hennar rúllaði í hindrun hægra megin í runna nálægt vatni.

Ciganda gat ekki gert annað en að chippa bolta sinn til vinstri og slá á flöt í 4. höggi en á flöt setti Ko næstum niður langt fuglapútt, sem hún missti en þurfti bara rétt að snerta boltann til að setja hann niður fyrir sigri!!!

Lydia Ko á sigurstund!

Lydia Ko á sigurstund!

„Þetta hefir verið stórt ár, alger rússíbanareið,“ sagi Ko eftir að sigur var í höfn. „Ég hef lært svo mikið á þessu ári. Þessi bráðabani er sá fyrsti fyrir mig sem atvinnumanns og ég hef lært mikið. Ég held að næsta ár verði annað skemmtilegt ár!“

Þrátt fyrir mikla pressu á sér allan daginn þá tókst Ko að vera rólegri og setti saman annan frábæran hring!  Eftir 3 pör setti Ko niður fugl á 4. holu.  Tveimur holum síðar þ.e. á par-5 6. holu setti Ko niður annan fugl og síðan enn annan á par-3 8. holunni.  Með fuglinum á 8. holu var Ko komin í forystu á 9 undir pari.

Ko var síðan með 4 önnur pör áður en hún náði 4. fuglinum á 13. holu og var þá komin 2 högg í forystu.  Ko lauk síðan keppni með 5 pörum og lauk keppni á glæsilegum skollalausum hring.

„Ég hélt að ég þyrfti aðeins að spila 72 holur en það fór svo að ég þurfti að spila 76 holur,“ sagði Ko þegar sigurinn var í höfn. „Ég er ánægð að keppnistímabilinu sé lokið, en þetta hefir verið fínt!“

Önnur mót sem Ko hefir sigrað á árinu eru the Swinging Skirts LPGA Classic og the Marathon Classic fyrr á keppnistímabilinu… Ko átti 1850 stig á Lewis til þess að ná í milljónina sem keppt er um í the Race to the CME Globe …  en þetta er í fyrsta sinn sem keppt er um þennan verðlaunagrip og peningaupphæðina, sem þykir fremur há í kvennagolfinu.   Ko vann sér inn $500,000 ofan á milljónina þ.e. í verðlaun fyrir sigurinn í mótinu og því eru peningaverðlaunin hærri en í almennu PGA móti – en peningaverðlaun á karlamótaröðinni eru mun hærri en á LPGA.  Keppnistímabili LPGA Tour er nú lokið, það eina sem eftir er á árinu er lokaúrtökumótið þar sem keppa þær sem þurfa að ávinna sér keppnisrétt á mótaröðinni fyrir næsta keppnistímabil.  Lokaúrtökumótið hefst 3. desember n.k.