Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 21:15

Heimslistinn: Scott fallinn úr 2. sætinu

Eins og það væri ekki nóg að Adam Scott tapaði fyrir Nick Cullen á Australian Masters.

Nei, til að bæta gráu ofan í svart er Scott þar að auki fallinn úr 2. sætinu á heimslistanum niður í 3. sætið.

Sá sem tekur 2. sætið á heimslistanum er Henrik Stenson, sem sigraði í dag á DP World Tour Championship; þ.e. hann fer upp um 2 sæti úr 4. sætinu í 2. sætið.

Scott getur aðeins huggað sig við að Stenson vann þó a.m.k. Rory, sem varnaði því í fyrra að Scott næði áströlsku þrennunni – ljóst er þegar í upphafi þessara þriggja stóru móta í Ástralíu að Scott nær ekki þrennunni eftirsóttu í ár.

Eftir vonbrigðaúrslitin í morgun sagði Scott m.a. eftirfarandi: „Sumir pinnanna voru virkilega erfiðir og ég gerði nokkur mistök eins og allir aðrir, en þar sem ég var staddur, hafði ég ekki efni á að gera nein.“

Scott er þegar floginn frá Melbourne til Syndney þar sem hann mun hefja undirbúning að Australian Open sem hefst næstu viku í Ástralíu.