Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 23. 2014 | 10:00

Nick Cullen sigraði á Australian Masters – Nr. 2 varð nr. 2

Það var ástralski kylfingurinn Nick Cullen, sem stóð uppi sem sigurvegari á Australian Masters fyrr í morgun, en mótið fór fram  á The Metropolitan á Sandbeltinu í Melbourne, Ástralíu.

Sigurskor Cullen var 9 undir pari, 279 högg (73 71 66 69).

Nick Cullen

Nick Cullen

Nr. 2 á heimslistanum, Adam Scott, sem átti titil að verja á Australian Masters varð í 2. sæti á mótinu, en því sæti deildi hann með þeim Josh Youngers og James Nitties.

Þremenningarnir voru allir 1 höggi á eftir Cullen þ.e. á 8 undi pari, 280 höggum; Scott (73 68 71 68).

Til þess að sjá lokastöðuna á Australian Masters SMELLIÐ HÉR: