Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 13:45

Evróputúrinn: Cabrera-Bello og Stenson efstir eftir 3. dag í Dubaí

Það eru sænski kylfingurinn Henrik Stenson, sem a titil að verja á DP WorldTour Championship og spænski kylfingurinn Rafael Cabrera Bello, sem deila 1. sætinu fyrir lokahring mótsins.

Báðir eru búnir að spila á samtals 14 undir pari, 202 höggum; Stenson (68 66 68) og Cabrera-Bello (73 64 65).

Einn í þriðja sæti er Justin Rose, 3 höggum á eftir forystumönnunum.   Nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy deilir 4. sætinu ásamt þeim Thorbirni Olesen, Tyrrell Hatton og Victor Dubuisson; allir á samtals 10 undir pari eða 4 höggum á eftir forystumönnunum Stenson og Bello.

Til þess að sjá stöðuna að öðru leyti á DP World Tour Championship eftir 3. dag SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á DP World Tour Championship SMELLIÐ HÉR:  

Í millitíðinn sjá viðtal við Rory, Dubuisson og Justin Rose e. 3. hring  SMELLIÐ HÉR: