Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 22. 2014 | 10:00

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Zack Sucher (38/50)

Zack Sucher varð í 14. sæti af 50 á Web.com Finals og var því einn af þeim 50 heppnu til þess að hljóta kortið sitt á bestu golfmótaröð heims bandaríska PGA Tour, fyrir keppnistímabilið 2014-2015.

Zack Sucher fæddist í Atlanta, Georgia, 2. október 1986 og er því 28 ára gamall.  Hann á sama afmælisdag og Jón Haukur „okkar“ Guðlaugsson, í GR.

Sucher á eina systur og einn bróður. Hann er 1,83 m og 95 kg.

Sucher spilaði í bandaríska háskólagolfinu með golfliði  University of Alabama í Birmingham.

Hann gerðist atvinnumaður árið 2009 og spilaði síðan á  NGA Hooters Tour á árunum 2010 -2012.

Sucher spilaði síðan á Web.com Tour árið 2011 og árin 2013 og 2014. Hann vann fyrsta mótið sitt á Web.com í júlí 2014 þ.e. the Midwest Classic og komst þannig í Web.com Tour Finals, þar sem hann varð eins og áður segir í 14. sæti og spilar því þetta keppnistímabil á PGA Tour.

Allskyns upplýsingar um Sucher:

Sucher var All-state basketball selection í St. Paul’s Episcopal í Mobile, Alabama.

Meðal starfa hans ótengdu golfinu eftir háskólapróf var þátttaka hans í  Backstreet Boys cover bandi

Golfþjálfari Sucher er Tony Ruggiero.

Mesta upplifunin í golfinu til þessa var að sigra í Midwest Classic á Web.Com Tour nú í ár, sem varð til þess að hann komst á PGA Tour.

Uppáhaldsgolfvöllur Sucher er Waterfall CC, norður af Atlanta, Georgia. Old Head GL í Írlandi og Pine Valley eru þeir tveir vellir sem Sucher myndi langa til þess     að spila.

Það sem er nokkuð sérstakt við Sucher er að hann ferðast aldrei án þess að vera með varasalva eða veiðistöng.

Uppáhaldsháskólalið Sucher er UAB. Uppáhaldsatvinnumannalið Sucher eru Atlanta Falcons.

Uppáhaldssjónvarpsþættir eru náttúruþættir um villt dýr og „Anchorman“er uppáhaldskvikmyndin.

Uppáhaldsskemmtikraftar Sucher eru Boyz II Men og N’sync.

Uppáhaldsmatur er sushi.

Uppáhaldsíþróttamenn eru Peyton Manning og Drew Brees.

Uppáhaldsstaður til þess að ferðast til er Zion National Park í Utah.

Sucher var skákmeistari í 6. bekk í barnaskóla.

Hann hefir glímt við krókódíl og það sem hann myndi langa til þess að gera í framtíðinni er m.a. að fara í fallhlífarstökk.

College Golf Fellowship eru þau góðgerðarsamtök sem Sucher styður.