Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2014 | 09:00

Scott finnur fyrir fjarveru Steve Williams

Yfir 100 kylfusveinar sóttu um hjá Adam Scott eftir að fréttist að Steve Williams væri að hætta á pokanum hjá þessum einum besta og kynþokkafyllsta kylfingi heims.

Nú segist Scott vera búinn að prófa sig áfram með um helming umsækjenda og sá sem fær að vera á pokanum í Australian Masters, í  Metropolitan Golf Club í Melbourne í þessari viku, er kylfusveinninn David Clark.

Clark var á pokanum hjá Scott’ í  WGC-HSBC Champions fyrr í þessum mánuði í Shanghaí, þar sem Scott varð T-12, en Bubba Watson sigraði í mótinu.

Clark er býsna reyndur kylfusveinn en hann var áður á pokanum á þrefalda risamótssigurvegaranum Vijay Singh og mun Scott fylgjast vel með Clark í Melbourne.

„Jamm, hann (David Clark) er kaddýinn minn þessa vikuna. Hann var líka á pokanum í Kína,“ sagði Scott við blaðamenn á Metropolitan vellinum fyrr í dag.

„Það var fallega gert af honum að koma hingað niður eftir og geta verið hér svo lengi.  Ég hef þekkt David lengi“

„Hann hefir verið kylfusveinn margra frábærra kylfinga. Ég mun líka fá tækifæri til þess að prófa ólíka stráka.  Þetta er svolítið viðkvæmt því augljóslega myndi hann vilja halda áfram.  En ég ætla að prófa ólíka stráka þessa vikuna og sjá hvar ég er staddur og hver fittar best inn á næsta ári í fastari stöðu.

Williams hefir alltaf staðið sig vel á „sandbeltis“ völlum Melbourne, t.a.m. var hann á pokanum hjá Tiger þegar hann sigraði á Australian Masters á Kingston Heath.

Scott virðist sakna Williams, en er þakklátur fyrir tímann sem þeir áttu saman og segir hann hafa verið lærdómsríkan:

„Ég lærði svo mikið af honum (Steve Williams) og að fá að hafa hann hér á sandbeltinu og leita ráða hans og sjá hvernig hann gerði þannig að ég hef  lært að sjá um mig sjálfur hér á þessum völlum,“ bætti Scott við.

„Það hefir sýnt sig í niðurstöðunum á þessum síðustu árum þegar við unnum á  Kingston Heath og Royal Melbourne. Þetta var býsna sérstakt fyrir ástralskan kylfing.  Það væri gaman að koma þessum (velli þ.e. Metropolitan) á sigurlistann líka.“