Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 19. 2014 | 08:00

Woods spilar í 1. sinn í Dubaí

Fyrrum skóla- og liðsfélagi Ólafíu Þórunnar í Wake Forest, Cheyenne Woods, mun í fyrsta sinn taka þátt í the Omega Dubai Ladies Masters, en verndari mótsins er prinsessan Haya Bint Al Hussein, eiginkona hans hátignar Mohammed Bin Rashid Al Maktoum, vara-forseta og forsætisráðherra Sameinuðu arabísku furstadæmanna og stjórnanda Dubaí.

Mótið fer fram í  Emirates Golf Club  7. – 13. desember.

Sigur Cheyenne í  Australian Ladies Masters í febrúar s.l. hefir m.a. valdið því að henni er boðin þátttaka í boði styrktaraðila.

„Ég hef verið atvinnumaður í tvö ár og meirihluta þess, hugsar fólk aðeins um mig sem frænku Tiger Woods, þannig að nú er gaman að vita að ég get þetta sjálf og hef unnið titil sjálf, sigur, sem er spennandi,“ sagði hin 24 ára Cheyenne.

„Það er gott að geta sýnt fólki að ég geti spilað og sé ekki bara innantómt nafnið,“ sagði Cheynne, en hún hefir spilað á LET frá árinu 2013.

„Ég hef aldrei komið til Dubai, en hef heyrt mikið af frábærum hlutum um mótið.  Sem sýnir sig bara í sterkum keppendum á hverju ári,“ sagði Cheyenne, sem sigraði í meira en 30 mótum sem áhugamaður áður en hún gerðist atvinnumaður í golfi 2012.

Cheyenne byrjaði að spila golf þegar hún var aðeins 5 ára. „Mér leikur minn stöðugur og það mun verða gaman að spila í móti þar sem sigurvegarar hafa verið aðdáuunarverðir. Ég hef alltaf viljað spila í þessari æðislegu borg.“

Aðrir þekktir þátttakendur auk Cheyenne meðal 108 þátttakenda eru m.a. Pornanong Phatlum frá Thailandi, sem á titil að verja, frægðarhallarkylfingurinn verðandi, enska golfdrottningin Laura Davies og Solheim Cup stjarnan unga Charley Hull .