Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 23:00

Sigurður Hafsteinsson verður með golfkennslu í Básum í vetur

Nú þegar eru margir kylfingar farnir að huga að næsta golftímabili. Tíminn líður og seinna vænna en að fara að huga að golfkennslu fyrir sumarið 2015. Til að auka ánægju sína af því að leika golf er oft nauðsynlegt að aukna færni sína í íþróttinni. Besta leiðin til að gera það er að fara í golfkennslu og fá leiðbeiningar hjá golfkennara. Hann getur bæði hjálpað til með sveifluna sjálfa og leiðbeint hvernig á að bera sig að á vellinum. Sigurður Hafsteinsson Golfkennari býður kylfingum sem hafa áhuga á því að bæta leik sinn upp á golfkennslu í Básum. Hér að neðan smá sjá það sem er innifalið hjá Sigurði.

• Hvað þarf að bæta í sveiflunni fyrir sumarið
• Farið yfir grip og líkamsstöðu
• Golfsveiflan tekin upp og greind
• Kylfingi er ráðlagt jafnvægis og flæðisæfingar til að auka styrkt og liðleika

Ath: Öll kennsla fer fram í Básum, golfboltar eru ekki innifaldnir í verði.

Hægt er að bóka kennslu símleiðis hjá Sigurði í síma 897-1728 eða á netfangiðsiggihafsteins@simnet.is

Verð:
30 mín
5.000 kr.

Hlakka til að heyra frá ykkur.
Kveðja Sigurður Hafsteinsson Golfkennari