Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 18. 2014 | 10:45

Birgir Leifur hefur leik á 4. keppnisdegi lokaúrtökumótsins

Í dag á 4. keppnisdegi lokaúrtökumótsins ræðst hvort Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, verður meðal efstu 70 sem fá að leika auka 36 holur, sem gera út um hvaða 25 efstu að þeim hringjum afloknum spila á Evrópumótaröðinni á næsta keppnistímabili.

Eftir glæsihring sinn í gær á 3. keppnisdegi, upp á 4 undir pari, 68 högg er Birgir Leifur sem stendur í 75. sæti.

Birgir Leifur leikur Tour golfvöll PGA Catalunya golfstaðarins í Girona, Spáni í dag.

Hann hóf keppni kl. 10:50 að staðartíma.

Þess mætti geta hér að Birgir Leifur er að standa sig ótrúlega vel og mörg stór nöfn fyrir neðan hann – allt menn sem spilað hafa á Evrópumótaröðinni s.s. eins og N-Írinn Gareth Maybin, Englendingurinn Simon Wakefield, sem sigraði á lokaúrtökumótinu 2010; Spánverjinn Ignacio Garrido, Þjóðverjinn Bernd Ritthammer, bróðir Carly Booth, Wallace, Finninn Roope Kakko, Wales-verjinn Rhys Davies , Hollendingurinn Tim Sluiter og svo mætti lengi telja.

Til þess að fylgjast með Birgi Leif á 4. degi lokaúrtökumótsins SMELLIÐ HÉR: