Rickie og Rory mætast 2015 á Opna írska
Bandaríski hjartaknúsarinn Rickie Fowler hefir staðfest þátttöku í Opna írska sem fram fer í Royal County Down á N-Írlandi á næsta ári.
Þar mun hann mæta nr. 1 á heimslistanum Rory McIlroy – og verða endurfundirnir líklega sérstakir fyrir þá báða því báðir spiluðu þeir þar á móti hvor öðrum í Walker Cup árið 2007.
Fowler var ásamt Dustin Johnson, í liði Bandaríkjanna, sem sigraði lið Breta&Íra 12½-11½.
Þetta var síðasta mót Rickie og Rory áður en þeir gerðust atvinnumenn …. og síðan er mikið vatn runnið til sjávar.
Þeir eru ekki bara vinir, heldur einnig einhverjir bestu kylfingar sinnar kynslóðar – Rory hefir þegar sigrað í 4 risamótum og Fowler, sem nú er nr. 9 á heimslistanum sem stendur er aðeins 3. kylfingurinn sem orðið hefir meðal efstu 5 í öllum 4 risamótum á einu og sama tímabilinu. (Hinum kylfingunum sem þetta hefir tekist eru Jack Nicklaus og Tiger Woods).
Rickie og Rory eru líka jafngamlir þ.e. 25 ára og búist er við að þeir eiga eftir að heygja margan hildinn á golfmótum framtíðarinnar – en meðal betri baráttna þeirra nú á árinu eru leikir þeirra á Opna breska og á PGA Championship risamótum, sem og leikir þeirra í Rydernum í september s.l.
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024
