Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 18:40

Birgir Leifur á glæsilegum 68 höggum á 3. hring lokaúrtökumótsins

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, átti glæsihring upp á 4 undir pari, 68 högg á 3. keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina í Girona, Spáni.

Birgir Leifur er samtals búinn að spila á 1 yfir pari, 215 höggum (74 73 68) – fékk 5 fugla og einn algerlega óþarfan skolla í dag.

Birgir Leifur fór upp um hvorki fleiri né færri en 55 sæti  en hann var í 130. sæti í gær og er nú í 75. sæti mótsins.

Alls munar 7 höggum nákvæmlega á Birgi Leif og þeim sem er jafnir eru í 24. sæti, en efstu 25 komast áfram á Evrópumótaröðina.

Margt verður að ganga upp til þess að Birgir Leifur nái því, en vonandi er að hann haldi áfram eins og í dag!  Glæsilegur dagur hjá Birgi Leif!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag lokaúrtökumótsins í Girona SMELLIÐ HÉR: