Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 17. 2014 | 09:30

GG: Svava og Hólmar sigruðu á Húsatóftavelli

Yfir 100 kylfingar tóku þátt í Nóvembermóti GG sem fram fór á Húsatóftavelli í gær, sunnudaginn 16. nóvember 2014.

Þátttakendur í nóvembermóti GG

Þátttakendur í nóvembermóti GG

Kylfingar voru ræstir út um leið og það fór að birta og síðustu kylfingar komu í hús skömmu eftir myrkur.

Kylfingar voru heilt yfir himinlifandi með geta leikið keppnisgolf um miðjan nóvember og einnig með aðstæður. Aðeins rigndi í gærmorgun, en að sama skapi var mjög hægur vindur. Margir kylfingar voru að leika vel en keppt var í punktakeppni.

Helstu úrslit:
Höggleikur: Hólmar Waage GOB – 71 högg

Punktakeppni:
1. sæti punktakeppni: Svava Agnarsdóttir, GG – 37 punktar
2. sæti punktakeppni: Sveinbjörn Guðmundsson, GK – 36 punktar
3. sæti punktakeppni: Kjartan Einarsson, GK – 35 punktar

Nándarverðlaun á 7. braut: Jónas Baldursson, GKJ 1,25m
Nándarverðlaun á 18. braut: Svava Agnarsdóttir, GG 20,5 cm

Verðlaunahafar eru hvattir er að vitja verðlauna sinna með því að senda tölvupóst á netfang klúbbsins, gggolf@gggolf.is.

Ef veður verður gott um næstu helgi þá er stefnan á að endurtaka leikinn!