Brooks Koepka eftir 1. sigurinn á Evrópumótaröðinni Turkish Airlines Open 16. nóvember 2014
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 16. 2014 | 15:45

Evróputúrinn: Koepka sigraði í Tyrklandi – Poulter í 2. sæti

Það var bandaríski kylfingurinn Brooks Koepka sem sigraði á Turkish Airlines Open mótinu í Antalya Tyrklandi.

Koepka lék á 17 undir pari, 271 höggi (69 67 70 65).

Lokamínúturnar voru hörkuspennandi en Ian Poulter barðist eins og ljón fyrir sigrinum, en varð að lokum að játa sig sigraðan.

Hann varð 1 höggi á eftir Koepka og þar var aðallega um að kenna arfaslökum 3. hring hans í gær.

Samtals lék Poulter á 16 undir pari, 272 höggum (64 66 75 67).   Í 3. sæti varð síðan Henrik Stenson.

Til þess að sjá lokastöðuna á Turkish Airlines Open SMELLIÐ HÉR: