Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2014 | 16:15

PGA: Michael Putnam efstur í hálfleik á Mayacoba – Hápunktar 2. dags

Það er bandaríski kylfingurinn Michael Putnam sem er efstur á OHL Classic at Mayacoba í El Camaleon í Mexíkó, eftir 2. dag mótsins.

Putnam er búinn að leika á samtals 12 undir pari, 130 höggum (66 64).

Öðru sætinu deila tveir kylfingar: Shawn Stefani og Jason Bohn á samtals 11 undir pari, hvor.

Bandaríski kylfingurinn, Ken Duke, er einn í 4. sæti á samtals 10 undir pari og þýski kylfingurinn Alex Cejka og kanadíski kylfingurinn, David Hearn, tveir af fjórum sem deila 5. sætinu og fyrstu „útlendingarnir“ því hinir í 5. sæti eru Will MacKenzie og Michael Thompson. Allir eru þessir kappar í 5. sæti búnir að spila á samtals 9 undir pari, hver.

Til þess að sjá stöðuna á OHL Classic at Mayacoba SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á OHL Classic at Mayakoba SMELLIÐ HÉR: