Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2014 | 15:45

Birgir Leifur á 2 yfir pari – 74 höggum e. 1. dag í Girona

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er eini íslenski kylfingurinn, sem komst á lokaúrtökumótið fyrir Evrópumótaröðina, en mótið fer fram á PGA  Catalunya golfvellinum, í Girona á Spáni.  Það skal tekið fram að spilað er á tveimur völlum: Stadium og Tour völlunum.

Birgir Leifur lék 1. hring á 2 yfir pari, 74 höggum og deilir 100. sæti af 156 keppendum.  Birgir lék Stadium golfvöllinn.

Sá sem er í efsta sæti eftir 1. dag er Daninn Christian Gloet, en hann lék 1. hring á 6 undir pari, 64 höggum á Tour vellinum.

„Átta höggum“ munar því á Birgi Leif og efsta manni og 5 höggum, sem stendur á Birgi Leif og þeim sem er í 25. sætinu, en 25 efstu er tryggð sæti á Evrópumótaröðinni.

Það er því allt opið enn hjá okkar manni – Birgir Leifur á enn góða möguleika á að verða meðal 25 efstu þótt byrjunin sé erfið, m.a. vegna almennt séð lágs skors og gríðarmikillar samkeppni á þessu stigi úrtökumótsins.

Gangi Birgi Leif bara allt í haginn og sem allra best á morgun!!!

Til þess að sjá stöðuna eftir 1. dag á úrtökumótinu í Girona SMELLIÐ HÉR: