Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 15. 2014 | 11:00

Evróputúrinn: Ian Poulter efstur á Turkish Airlines Open – Hápunktar 2. dags

Ian Poulter er í efsta sæti í hálfleik Turkish Airlines Open, en hann átti frábæran 2. hring upp á 66 högg.

Samtals var Poulter því á glæsilegum 14 undir pari, 130 höggum (64 66) eftir 2. hring.

Poulter var þó ekki á besta skorinu á 2. hring; það var bandaríski kylfingurinn Peter Uhilein en hann lék á 65 höggum og kom sér þar með upp í samtals 138 högg og er T-11 eftir 2. dag.

Í 2. sæti á eftir Poulter, þ.e. heilum 6 höggum á eftir, á samtals 137 höggum voru 6 kylfingar:  Miguel Angel Jimenéz sem var í 1. sæti eftir 1. dag en fylgdi frábærum fyrsta hring sínum upp á 63 höggum eftir með 10 högga sveiflu þ.e. hring upp á 73 högg; Shane Lowry, Brooks Koepka, Brendan Grace, Hennie Otto og Wade Ormsby. 

Þrír kylfingar deildu 8. sætinu á samtals 137 höggum þ.e. Tyrrell Hatton, Danny Willett og Thongchai Jaidee. 

Mikil rigning setti 2. hring úr skorðum en fresta varð leik og lauk síðustu leikjum ekki fyrr en fyrr í morgun.

Þriðji hringur er samt þegar hafinn nú og má fylgjast með stöðunni á Turkish Airlines Open með því að SMELLA HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 2. dags á Turkish Airlines Open SMELLIÐ  HÉR: