Bjarki Pétursson, GB. Photo: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 14. 2014 | 16:30

GB: Bjarki á leið til Berlínar…. og síðan í bandaríska háskólagolfið

Bjarki Pétursson, afrekstkylfingur í GB, útskrifaðist nú í vor frá Menntaskóla Borgarfjarðar.

Nú er því komið að því að Bjarki hefji háskólanám og varð Kent State, í Ohio fyrir valinu hjá Bjarka og verða hann og Gísli Sveinbergsson í Keili því skólafélagar og væntanlega liðsfélagar í golfliði háskólans næsta haust.

Um það sagði Bjarki m.a. á Facebook síðu sinni: „Djöfull verður það gaman!!!“ Ekki að efa að svo verður!

Bjarki hefir unnið í vetur, sem körfuboltaþjálfari hjá Skallagrími og hjá Vitagolf í golfferðum á Spáni og nú í vor verður hann við æfingar í Þýskalandi hjá Arnari Má Ólafssyni.

Bjarki mun æfa hjá Wannsee golfklúbbnum í Berlín og keppa í Bundesligunni í golfi.

Golf 1 óskar Bjarka til hamingju með útskriftina og alls hins besta í framtíðinni!