Thorbjörn Olesen
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 13. 2014 | 06:45

Evróputúrinn: Turkish Airlines Open hefst í dag

Mót vikunnar á Evróputúrnum er Turkish Airlines Open, en mótið fer fram á The Montgomerie Maxx Royal golfvellinum, í Antalya, Tyrklandi.

Margir af góðir kylfingar taka þátt m.a. John Daly, sem er í fyrsta ráshópnum kl. 8:45 að staðartíma (kl. 6:45 að íslenskum tíma) ásamt þeim Bernd Wiesberger frá Austurríki og Branden Grace frá Suður-Afríku.  (Gaman að fylgjast með þeim ráshóp!!!)

Eins taka m.a .þátt Matteo Manassero frá Ítalíu, Molinari-bræður, Lee Westwood, Thorbjörn Olesen, Ryder Cup fyrirliðaefnin fyrir lið Evrópu, þ.e. Jimenez og Clarke, Henrik Stenson, Ian Poulter og þá eru aðeins fáeinir góðir nefndir.

Til þess að fylgjast með stöðunni á Turkish Airlines Open á skortöflu SMELLIÐ HÉR: