Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2014 | 12:15

Heimslistinn: Bubba kominn í 3. sæti!!!

Bubba Watson er kominn í 3. sæti á heimslistanum eftir glæstan sigurinn á WGC-HSBC Champions.

Þetta er það hæsta sem Bubba hefir komist á heimslistanum.

Hástökkvarinn á heimslistanum er þó án nokkurs efa Kanadamaðurinn Nick Taylor en hann fer upp um hvorki fleiri né færri en 356 sæti úr 566. sæti heimslistans í 210. sætið!!!  Gott stökk það upp á við og ekki slæmt fyrir nýgræðing eins og Taylor, sem vann fyrsta mótið sitt á PGA Tour, Sanderson Farms mótið, s.l. sunnudag.

Aðrar fréttir eru e.t.v. að Sang-Moon Bae sigraði á móti á kórenaska PGA og er þar með kominn í 77. sæti heimslistans.

Enn aðrar fréttir eru að Tiger Woods er dottinn af topp-20 listanum og ekki seinna vænna fyrir hann að snúa aftur til keppni og geysast upp heimslistann á ný.  Tiger er nú í 23. sæti heimslistans.

Staða efstu 10 á heimslistanum er eftirfarandi:

1. sæti Rory McIlroy

2. sæti Adam Scott

3. sæti Bubba Watson

4. sæti Sergio Garcia

5. sæti Jim Furyk

6. sæti Henrik Stenson

7. sæti Justin Rose

8. sæti Jason Day

9. sæti Rickie Fowler

10. sæti Matt Kuchar.