Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 11. 2014 | 14:00

Skemmtilegar myndir af dýrum á golfvöllum

Eitt af því sem kylfingar komast ekki hjá að rekast á, sérstaklega þeir sem spila á suðlægari slóðum eru dýr á golfvöllum.

Froskur á 9-járni

Froskur á 9-járni

Flórída, sem er vinsæll áfangastaður kylfinga er t.d. með auðugt dýralíf og ekki óalgengt að sjá t.a.m. fjölskrúðuga fugla, eðlur, slöngur jafnvel krókódíla á golfvöllum þar.

Jafnvel heima á Íslandi er mikið af dýrum á golfvöllum t.a.m. kanínurnar á Kirkjubólsvelli í Sandgerði, endurnar í Grafarholtinu, krían í Nesklúbbnum og á Garðavelli undir Jökli svo nokkur dæmi séu nefnd.

Kanínurnar á Kirkjubólsvelli -11. febrúar 2012. Mynd: Golf 1

Kanínurnar á Kirkjubólsvelli -11. febrúar 2012. Mynd: Golf 1

Spanish Golf Academy hefir tekið saman skemmtilegar myndir af dýrum „í golfi“ eða á golfvöllum.

Sjá má samantektina með því að SMELLA HÉR: