Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2014 | 16:15

Fyrsta íþróttaminning Rory fær ykkur eflaust til þess að finnast þið vera gömul… – Myndskeið

Þegar tekin eru viðtöl við nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy, þá er hann vanur spurningum um stutta spil sitt, hvernig gengið hafi á lokahring í móti, hvert sé draumahollið o.s.frv.

Nokkuð óvanalegra viðtal var tekið við Rory þar sem hann var spurður spurninga á borð við: Hver er fyrsta minning þín af íþróttaviðburði (hér nefnt íþróttaminning)?

Eins var Rory spurður um hvaða leikföng hann hefði fengið í jólagjöf sem barn.   Það er gaman að viðtölum við Rory því hann er hreinn og beinn og stundum ótrúlega hreinskilinn.

Til þess að sjá myndskeið með viðtalinu við Rory SMELLIÐ HÉR: