Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2014 | 14:00

Birgir Leifur í 12. sæti – kominn áfram á lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, er kominn áfram á lokaúrtökumót Evrópumótaraðarinnar.

Eftir 4. hringinn á El Saler var Birgir Leifur jafn 2 öðrum í 12. sæti í mótinu eftir að hafa samtals spilað á 3 undir pari, 285 höggum (73 70 72 70).

Í dag lék Birgir Leifur 4. hringinn á 2 undir pari, 70 höggum; fékk 3 fugla og 1 skolla.

Alls komust 17 keppendur úr mótinu á lokaúrtökumótið og Birgir Leifur þar á meðal!!!

Ólafur Björn Loftsson, NK og Þórður Rafn Gissurarson, GR eru báðir úr leik.

Það var Wales-verjinn Gerry Houston, sem sigraði í mótinu á samtals 11 undir pari.

Sjá má lokastöðuna á El Saler úrtökumótinu með því að SMELLA HÉR: