Adam Scott
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2014 | 11:00

Adam Scott vill spila við Rory

Fyrir 12 mánuðum missti Adam Scott af tækifæri til þess að sigra í Australian Open heima í Ástralíu vegna mistaka á lokaholunni, sem varð til þess að Rory, sem búinn var að eiga versta ár ferilsins, vann 1. mót sitt í langan tíma …. átti 1 högg á Scott.

Nú eru Rory og Adam Scott nr. 1 og nr. 2 á heimslistanum og þeim munu spila í sama móti 27. nóvember n.k.

Og Scott vill gjarnan vera paraður með Rory, sbr. eftirfarandi sem hann sagði: „Ég trúi því að framkvæmdaraðilar mótsins ættu að grípa tækifærið og setja okkur Rory saman í holl vegna þess að það gerist t.a.m. af og til á Opna bandaríska að kylfingar eru paraðir eftir rönkun (á heimslistanum).

„Það er ekki oft sem nr. 1 og nr. 2 spila í sama móti í Ástralíu og það væri gaman að para okkur saman og ég myndi svo sannarlega njóta þess,“ sagði Scott.

Varðandi mistökin á Royal Sydney, þar sem Scott fékk skolla á 72. holuna með Rory var með fugl sagði Scott: „Þetta pirraði mig í svolítinn tíma.“

„Að gera mistök á allra síðustu holu móts af 4 mótum sem ég spilað heima, var mjög, mjög pirrandi.“