Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 10. 2014 | 00:05

PGA: Nick Taylor sigraði á Sanderson Farms mótinu

Það var Kanadamaðurinn Nick Taylor, sem stóð uppi sem sigurvegari á Sanderson Farms mótinu.

Taylor lék á samtals 16 undir pari, 272 höggum (67 69 70 66).

Nick Taylor er einn af „Nýju strákunum á PGA Tour 2014-2015″ og má sjá kynningu Golf 1 á honum með því að SMELLA HÉR: 

Þetta er fyrsti sigur hins 26 ára Taylor á PGA Tour og er hann sá fyrsti af 2014-2015 árgangnum til þess að slá í gegn svo um munar!

Í 2. sæti á eftir Taylor voru Boo Weekley og Jason Bohn, báðir á samtals 14 undir pari; 4. sætinu deildu annar nýliði Justin Thomas (sem Golf 1 á enn eftir að kynna); Titleist erfinginn Peter Uihlein og John Rollins, sem búinn var að leiða mestallt mótið en kláraði með fremur háu skori, 73 höggum!

Gamla brýnið David Toms, sem líkt og Rollins leiddi mótið eftir 2. dag deildi 9. sætinu með 4 öðrum kylfingum.

Til þess að sjá lokastöðuna á Sanderson Farms SMELLIÐ HÉR: