Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 18:00

WGC: GMac og Poulter reiðir yfir snigilshraðanum á mótinu

Norður-írski kylfingurinn Graeme McDowell (GMac) og Ian Poulter voru ævareiðir yfir leikhraðanum á heimsmótinu, WGC-HSBC Champions, sem fram fór í Shanghai í Kína.

GMac sagði snigilshraðann í mótinu „fáránlegan“ eftir að hann hafði spilað 3. hring í gær, laugardag, á 1 undir pari, 71 höggi, sem minnkaði forystu, sem hann hafði í mótinu í 1 högg.

GMac lauk keppni í dag í 3. sæti (sem hann deildi með Hiroshi Iwato og Rickie Fowler) eftir að hafa verið í forystu alla 3 fyrstu keppnisdagana, en Bubba Watson sigraði s.s. allir vita í mótinu eftir bráðabana við Tim Clark frá Suður-Afríku.

Þetta mót HSBC Champions gengur undir nafninu „risamót Asíu“, en GMac og Poulter voru virkilega reiðir að þurfa að verja meira en 5 1/2 tíma við kaldar og rakar aðstæður.

„Fáránlegt“ var komment GMac við AFP fréttamiðilinn eftir að hafa lokið keppni eftir að myrkur var skollið á kl. 4:30 en hann og Poulter fóru út kl. 10:50 á laugardaginn. –