Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 17:15

PGA: Rollins efstur f. lokahring Sanderson Farms mótsins – Hápunktar 3. dags

Það er bandaríski kylfingurinn John Rollins sem er í forystu á Sanderson Farms mótinu en lokahringur mótsins verður leikinn nú í kvöld.

Rollins er samtals búinn að spila á 14 undir pari, 202 höggum (68 66 68).

Í 2. sæti aðeins 2 höggum á eftir Rollins er William McGirt á samtals 12 undir pari, 204 höggum (68 70 66).

Jason Bohn og Lucas Glover deila síðan 3. sætinu á samtals 11 undir pari, hvor og forystumaður 2. dags David Toms og Kanadamaðurinn Nick Taylor deila 5. sætinu á samtals 10 undir pari, hvor.

Til þess að sjá stöðuna eftir 3. dag Sanderson Farms SMELLIÐ HÉR: 

Til þess að sjá hápunkta 3. dags á Sanderson Farms SMELLIÐ HÉR: