Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 01:30

GSÍ: Guðríður Ebba Pálsdóttir sjálfboðaliði ársins

Formannafundur GSÍ ar haldinn að Hótel Borgarnes í gær, laugardaginn 8. nóvember 2014.

Á meðal mála á dagskrá var „Stefna GSÍ 2013-2020 (endurskoðun og framkvæmd)“.

Þar voru kynnt vinna verkefnahópanna sem vinna að útbreiðslu, samskipti innan hreyfingarinnar, barna-, unglinga- og fjölskyldustarf, sjálfbærni og umhverfismál og afreksmál.

Guðríður Ebba

Guðríður Ebba

Þar á meðal er vögtun og skráning sjálfboðavinnu fyrir félögin og/eða hreyfinguna í heild. Í kvöldhófi GSÍ  var viðurkenningin „Sjálfboðaliði ársins“  veitt í fyrsta sinn.

Sú sem hana hlaut heitir Guðríður Ebba Pálsdóttir og er verulega tengd GB og Hamarsvelli.  Hennar ósérhlífna sjálfboðavinna í trjá- og blómarækt hefur bætt umhverfi Hamarsvallar  það verulega að eftirtektarvert er.  Og Ebba er ekki einu sinni golfari eða félagi í GB eða öðrum klúbb.

Golf 1 óskar Ebbu innilega til hamingju með viðurkenninguna!!!  Það mættu vera fleiri eins og hún Ebba!!!