Ólafur Björn Loftsson, NK. Mynd: Golf 1
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 17:00

Ólafur Björn með sannfærandi spilamennsku

Ólafur Björn Loftsson, NK,  spilaði 2. hring sinn á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina í dag.

Hann sagði eftirfarandi um hringinn á heimasíðu sinni:

„Spilaði á 71 (-1) höggi á öðrum hring hér í Valencia. Þetta var flottur hringur þrátt fyrir of mörg smávægileg mistök. Hlutirnir féllu ekki með mér í byrjun og fékk ég tvo afar ódýra skolla á fyrstu tveimur holunum. Ég lét það ekki á mig fáog var 5 undir pari á næstu 12 holum. Sjálfstraustið var í botni og var spilamennskan mjög sannfærandi. Því miður endaði ég hringinn eins og ég byrjaði með óþarfa skollum en ég hugsa ekkert um það og einblíni á að festa góðu höggin vel inn í minnið. Ég hef góða tilfinningu fyrir næstu tveimur hringjum, ég er að gera flotta hluti og nú er þetta bara spurning um að hafa bullandi trú á sjálfum sér. Fer út kl. 9:15 í fyrramálið.“