Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 9. 2014 | 17:59

Nýju strákarnir á PGA Tour 2015: Andres Gonzales (30/50)

Andres Gonzales er bandarískur kylfingur ogr sá 22. til þess að hljóta kortið sitt á PGA Tour keppnistímabilið 2014-2015.

Hann er fæddur 16. maí 1983 í Olympía, Washington og er því 31 árs.  Hann á því sama afmælisdag og Birgir Leifur „okkar“ Hafþórsson.

Gonzales spilaði í bandaríska háskólagolfinu með liðum  Oregon State University og University of Nevada, Las Vegas.

Hann hefir spilað á  the Canadian Tour, Web.com Tour, og PGA Tour. Gonzales sigraði m.a. Saskatchewan Open árið 2009 á kanadíska PGA túrnum og árið 2012 á Soboba Golf Classic og 2014 Utah Championshi á Web.com Tour og besti árangur hans á PGA Tour er T-8  árangur árið 2013 á Wyndham Championship.

Gonzales hefir aðeins 1 sinni spilað í risamóti en það var Opna bandaríska árið 2011 og þá komst hann ekki í gegnum niðurskurð.

Gonzales hefir öðlast nokkrar vinsældir vegna óvanalegs útlits síns og vegna þess að hann hefir án árangurs reynt að hafa samband við Tiger Woods um Twitter.

Nú er Gonzales sem sagt kominn á PGA Tour og verður fróðlegt að sjá hvernig honum vegna þetta keppnistímabilið!