Afmæliskylfingur dagsins: Heiðar Davíð Bragason – 8. nóvember 2014
Afmæliskylfingur dagsins er Heiðar Davíð Bragason. Heiðar Davíð er fæddur 8. nóvember 1977 og því 37 ára í dag.
Heiðar Davíð er golfkennnari við Golfklúbbinn Hamar á Dalvík (GHD). Nú í ár, 2014 er eftirminnilegt að Heiðar Davíð spilaði í 2. móti Eimskipsmótaraðarinnar á Hellu og á Íslandsmótinu í höggleik en hann hefir síðustu ár minna spilað sjalfur en einbeitt sér að því að þjálfa aðra.
Hann var tvöfaldur klúbbmeistari árið 2013 þ.e. bæði klúbbmeistari Golfklúbbs Ólafsfjarðar og Golfklúbbsins Hamars á Dalvík. Auk framangreinds hefir Heiðar Davíð gert ýmislegt og unnið marga aðra sigra í golfíþróttinni. Sem dæmi mætti nefna að hann keppti á danska Scanplan túrnum 2007 og EDP-mótaröðinni 2008. Hann sigraði í Einvíginu á Nesinu 2008. Eins er eftirminnilegt þegar Heiðar Davíð setti glæsilegt vallarmet á Vatnahverfisvelli á 25 ára afmælismóti Golfklúbbsins Óss á Blönduósi árið 2010; spilaði völlinn á -5 undir pari, 65 höggum. Vallarmetið stendur enn. Hann varð stigameistari á Norðurlandsmótaröðinni 2010 og er auk framangreindss klúbbmeistari GHD 2009, 2010 og 2011. Heiðar Davíð er kvæntur Guðríði Sveinsdóttur.
Komast má á facebook síðu afmæliskylfinganna til þess að óska þeim til hamingju með daginn hér að neðan:
Aðrir frægir kylfingar sem eiga afmæli í dag eru: Beverly Klass, 8. nóvember 1956 (58 ára); Thongchai Jaidee, 8. nóvember 1969 (45 ára); Francesco Molinari, 8. nóvember 1982 (32 ára); Kathleen Ekey, 8. nóvember 1986 (28 ára) – spilar á LPGA – ….. og …..
Toshiki Toma (56 ára)
Golf 1 óskar afmæliskylfingnum og öðrum kylfingum sem afmæli eiga í dag innilega til hamingju með afmælið!
Ef þið viljið koma að afmælisgrein eða láta afmæliskylfings getið í upptalningu kylfinga, sem eiga afmæli hafið samband við golf1@golf1.is
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024






