Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd: Golf 1.
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 14:15

Birgir Leifur í góðum málum e. 2. dag á Spáni – Ólafur Björn lék á 71 – Þórður Rafn bætti sig um 6 högg!!!

Íslensku keppendurnir 3 á 2. stigi úrtökumótsins á El Saler vellinum í Valencía, á Spáni hafa allir lokið keppni.

Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék best Íslendinganna í dag var á 2 undir pari, 70 höggum og er sem stendur T-7 þ.e. deilir 7. sætinu með 4 öðrum kylfingum.

Birgir Leifur fékk glæsiörn á par-5 11. brautina og síðan 2 fugla og 2 skolla!!! Hann er í góðum málum.

Ólafur Björn Loftsson, NK, bætti sig um 4 högg frá fyrri hring – lék í dag á 1 undir pari og er samtals búinn að spila á 2 yfir pari, 146 höggum  (75 71).

Þórður Rafn Gissurarson, GR, bætti sig um 6 högg frá 1. deginum og er búinn að spila á samtals 160 höggum (83 77).

Til þess að sjá stöðuna á El Saler á 2. stigi úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina SMELLIÐ HÉR: