Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 13:15

Hrafni boðin þátttaka í eitt af glæsilegustu boðsmótum Bandaríkjanna

Hrafn Guðlaugsson er klúbbmeistari GSE 2012 og 2014.

Hann hefir undanfarin misseri verið við nám í Faulkner og útskrifaðist í vor með láði; fékk margar viðurkenningar og var tekið fram í útskriftarræðu að hann hefði aldrei notað þátttöku sína í íþróttum þ.e. með golfliði Faulkner, sem afsökun fyrir að slaka á við námið líkt og margir gera.

Hrafn er nú við mastersnám í Faulkner og hefir glímt við meiðsli í úlnlið að undanförnu.

Hrafn er nú allur að reyna að fá sig góðan af úlnliðsmeiðslunum því honum hefir verið boðin þátttaka í einu af 10 bestu áhugamannamótum Bandaríkjanna; The Patriot All-America Invitational í Wigwam, Arizona.  Sjá má um mótið með því að SMELLA HÉR: 

Sjá má þátttakendalista í The Patriot All America Invitational með því að SMELLA HÉR: