Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 8. 2014 | 10:30

LPGA: Laura Davies ein af 3 efstu fyrir lokahring Mizuno Classic

Golfdrottningin enska Laura Davies, 51 árs, er ein af þremur efstu á Mizuno Classic, sem hófst í gær í Kinetsu Kashikojima CC í Shima-Shi, í Mie, Japan.

Hinar er heimakonan Ai Suzuki og Ilhee Lee frá Suður-Kóreu.

Allar eru þær búnar að spila á samtals 9 undir pari, 135 höggum, hver; Davies (66 67); Suzuki (71 64) og Lee (69 66).

Fjórða sætinu deila enn önnur heimakona Kotono Kozuma og tvær frá Suður-Kóreu Mi Hyang Lee og Chella Choi.

Til þess að sjá stöðuna á Mizuno Classic SMELLIÐ HÉR: