Ólafur Björn 3 yfir pari – Þórður Rafn átti erfiða byrjun í Valencía
Ólafur Björn Loftsson, NK hóf leik á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina á 3 yfir pari, 75 höggum á Campo del Golf El Saler, í Valencia á Spáni. Hann er sem stendur í 36. sæti sem hann deilir með 6 öðrum. Á hringnum fékk Ólafur Björn þrefaldan skolla á par-4 2. holuna (11. holu hans á hringnum) heil 7 högg og síðan 2 fugla og 2 skolla. Um hring sinn sagði Ólafur Björn m.a.:
„Lék á 75 (+3) höggum á fyrsta hring úrtökumótsins á Spáni. Það var mjög hvasst í dag og aðstæður afar krefjandi. Ég var býsna ánægður með spilamennskuna mína, hélt boltanum vel í leik og átti fullt af góðum höggum. Ég sló reyndar slæmt högg á 11. holu dagsins sem reyndist dýrkeypt en ég svaraði því þó með tveimur fuglum á næstu holum. Mér fannst erfitt að stjórna hraðanum í púttunum en flatirnar voru nokkuð hraðari en á æfingadögunum og svo spilaði vindurinn einnig stórt hlutverk. Fá pútt duttu í dag en ég á það bara inni á næstu hringjum. Held áfram að spila inn á styrkleikana og slá eitt högg í einu. Fer út kl. 9:35 í fyrramálið (þ.e. í dag) af 1. teig.“
Þórður Rafn Gissurarson, GR, sem þátt tekur í sama úrtökumóti átti mjög erfiða byrjun, lék á 11 yfir pari, 83 höggum og afar óvenjulegt að sjá svona hátt skor hjá Þórði Rafni, sem búinn er að spila sérlega vel í ár. Það voru einkum 7. og 13. holan sem léku Þórð grátt á par-4 7. holuna fékk Þórður 9 högg og á par-4 13. holuna var Þórður Rafn með skramba. Þórður tók þetta aðeins aftur með 2 fuglum, en var jafnframt með 4 skolla. Ekki dagur Þórðar Rafns. Hann vermir síðasta sætið eftir 1. dag.
Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, lék á 1 yfir pari, 73 höggum og er T-17 eftir 1. dag, líkt og Golf 1 var búið að greina frá SMELLIÐ HÉR:
Fylgjast má með íslensku keppendunum á El Saler í Valencía á Spáni með því að SMELLA HÉR:
- ágúst. 31. 2024 | 20:00 Golfgrín á laugardegi (8/2024)
- ágúst. 31. 2024 | 17:30 LET Access: Ragnhildur úr leik – Guðrún Brá enn við keppni
- ágúst. 31. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Elías Kristjánsson – 31. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Amanda Moltke-Leth – 30. ágúst 2024
- ágúst. 30. 2024 | 05:52 Íslandsmót golfklúbba: Golfklúbbur Fjallabyggðar Íslandsmeistari í 3. deild karla
- ágúst. 30. 2024 | 05:30 Unglingamótaröðin 2024: Eva Íslandsmeistari í holukeppni í fl. 17-18 ára stúlkna
- ágúst. 29. 2024 | 23:00 Áskorendamótaröð Evrópu ´24: 4 íslenskir kylfingar meðal keppenda í Konopiska
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 Unglingamótaröðin 2024: Veigar Heiðarsson Íslandsmeistari í holukeppni í piltafl.17-18 ára
- ágúst. 29. 2024 | 18:00 LET Access: Guðrún Brá og Ragnhildur meðal keppenda á Get Golfing Womens meistara- mótinu
- ágúst. 29. 2024 | 17:00 Hjördís fór holu í höggi!
- ágúst. 29. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingar dagsins: Sigríður Anna Kristinsdóttir og Aron Atli Bergmann Valtýsson 29. ágúst 2024
- ágúst. 28. 2024 | 21:00 GFH: Þorbjörg og Kjartan Ágúst klúbbmeistarar 2024
- ágúst. 28. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Lee McLeod Janzen —– 28. ágúst 2024
- ágúst. 27. 2024 | 18:00 PGA: Bradley sigraði á BMW meistaramótinu
- ágúst. 27. 2024 | 16:00 Afmæliskylfingur dagsins: Aldís Ósk Unnarsdóttir – 27. ágúst 2024


