Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 12:00

Frábært golfhögg Rory þegar hann slær í Belfry bjölluna – eða er þetta tæknibrella? Myndskeið

Er þetta þrumuhögg frá nr. 1 á heimslistanum, Rory McIlroy í bjölluna í Belfry eða er þetta tæknibrella?

Norður-Írinn gengur á 10. teig og þrumar boltanum síðan 100 yarda niður brautia hægra megin við þessa sögufrægu bjöllu á Belfry vellinum.

Hann slær ekki aðeins í mark sitt heldur endurkastast boltinn aftur á teig sem hlýtur að vera högg aldarinnar.

Þ.e.a.s. ef ekki eru einhverjar tæknibrellur með í spilinu.  Þetta myndskeið er 4 ára gamalt en gott engu að síður!

Þið verðið bara að dæma fyrir ykkur sjálf en til þess að sjá myndskeiðið  SMELLIÐ HÉR: