Birgir Leifur Hafþórsson, GKG. Mynd: gsimyndir.net
Ragnheiður Jónsdóttir | nóvember. 7. 2014 | 10:00

Birgir Leifur, Ólafur Björn og Þórður Rafn hefja leik í dag á Spáni

Íslandsmeistarinn okkar í höggleik, Birgir Leifur Hafþórsson, GKG,  Ólafur Björn Loftsson, NK og Þórður Rafn Gissurarson, GR hefja leik í dag á 2. stigi úrtökumóts fyrir Evrópumótaröðina.

Alls eru 4 mót á 2. stigi úrtökumótsins og spila Íslendingarnir allir í Campo de Golf El Saler í Valencía á Spáni.

Birgir Leifur fór út kl. 8:45 að staðartíma (þ.e. kl. 7:45 að okkar tíma hér heima á Íslandi); Þórður Rafn fór út kl. 10:15 (þ.e. kl. 9:15 að okkar tíma) Ólafur Björn er nýfarinn út, fór fyrir u.þ.b. hálftíma kl. 10: 35 (þ.e. kl. 9:35 að íslenskum tíma).

Það er vonandi að allir íslensku keppendurnir komist í gegn!

Til þess að fylgjast með skori íslensku keppendanna í El Saler SMELLIÐ HÉR: (ekki fært upp reglulega í raun aðeins hægt að skoða úrslit eftir hvern hring).